6.5.2009 | 21:13
leiðinlegt...
Nú fer væntanlega að líða að því að ,,háværar" raddir heyrist um
að óska eigi eftir því að maðurinn verði framseldur til Íslands og
að hann fái að afplána sinn dóm þar. Þvílíkt kjaftæði að mínu mati,
ef maður brýtur af sér hlýtur að vera eðlilegt að maður sitji af sér
á þeim stað og við þær aðstæður sem þar búa, hvaða skilaboð væri
annars verið að senda þessu fólki? Fínt, bara enn einn ,,haugurinn"
sem við erum þá a.m.k. laus við á meðan......
Ég á eftir að deyja hérna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Óskar Gunnar Óskarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega...ég fæ áreiðanlega mikið skítkast fyrir mína færslu.
TARA, 6.5.2009 kl. 21:21
Ragnar bókaði sig sjálfur í þessa "gistingu" í Brasilíu. Sem betur fer hafnaði farangur hans hjá lögreglunni þar ytra en ekki í æðum barnanna okkar hér heima eins og til stóð. Þeir sem berjast fyrir heimkomu Ragnars eru að senda þeim sem í slóð hans fara þau skilaboð að áhættan sé ekki mikil, náist þeir, verði þeim reddað heim. Svei.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2009 kl. 21:51
Það lýsir býsna sterkum brotavilja að ferðast um hálfan hnöttin til að smygla eiturlyfjum til Íslands. Eins og ástandið og efnahagurinn er á landinu núna þá þurfum við margt annað en að flytja þennan glæpamann heim svo hann geti slappað af í vellystingum á litla-Hrauni.
Ríkið eyðir skattpeningunum í nógu mikla vitleysu þó það fari ekki að bjarga svona vesaling úr skít sem hann kom sér í sjálfur.
Maron Bergmann (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:14
Hver var það sem stofnaði til dóp skuldar??? Hver var það sem setti sig og jafnvel sína í hættu með eiturlyfja rugli??? Hver var handtekin með 6 kíló af dópi??? Það var Ragnar. Vorkenni honum ekki neitt!!! Það er hann sem stofnar til dóp skuldar!!! Það er hann sem settur sig og jafnvel sína í hættu með dóp ruglinu!!!
isak (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:03
Hann tók sjensinn og tapaði. Hann er glæpamaður sem var hirtur með 6 kíló af hreinu kókaíni. Núna er hans að taka afleiðingunum. Kannski verður hann fluttur yfir í útlendingafangelsi sem eiga vist að vera skömminni skárri en hin. Það er þá bara fínt. En hann framdi glæp í Brasilíu og þá bara afplánar hann þar. Megum bara ekki sýna þessum andsk.... dópurum að allt sé leyfilegt og þeim sé alltaf bara reddað heim þar sem þeir fá að afplána örfá ár á Hrauninu.
Solla (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.